kvöldmatur

ég er búin með forréttinn, salatið og ávöxtinn og er núna að bíða eftir kanilsoyafetakímbrauðinu mínu sem er í ofninum, ég vil hafa það krispí svo ég hef það rétt tæplega of lengi og borða það svo með Hunt's pizzasósu, nammmmmmm ... svo fékk ég að kaupa eina PMax af því að það er sunnudagur. Unnusti minn og einkasonur eru að öðru leyti búnir að fara fram á að ég hætti að drekka PMax, þeim er alveg sama um mig, er bara umhugað um tilvonandi dóttur og systur, halda að hún verði of lík mömmu sinni ef hún fær of mikið PMax ... það er nú ekki leiðum að líkjast segi ég nú bara og hananú !!! Ég er búin að lesa örveru&sýklafræði núna í nokkra sólarhringa og er nokkru nær, veit ekkert hvort ég er nógu nær til að ná prófinu en það er algjört seinni tíma vandamál ... ég er ekki stressuð fyrir þessi próf, þau munu koma og fara hvernig sem mér líður og þess vegna reyni ég bara að leggja mig alla fram að læra efnið, fleira er ekki í mínu valdi ... en nú finnst mér á ilminum að það sé annaðhvort að taka brauðið úr ofninum eða ná í slökkvitækið ... verði mér að góðu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Kannski ég fari að nenna að baka mér brauð núna þegar það er aðeins minna að gera í nokkra daga... Ógó gott brauð....

Helga Dóra, 30.11.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Hugarfluga

Uppskrift af brauði, takk svo mikið!

Hugarfluga, 30.11.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

1 dl soyahveiti, 1 dl fetaostur, 1 dl hveitikím, 2 msk olía, pínu matarsódi, 4 msk kanilsykur (ég nota kanil og canderel),  bæta vatni við þar til orðið að þéttu deigi sem loðir vel saman, flatt út á bökunarpappír eins og pizzubotn, bakað við 180°c kannski kortér (fer bara eftir lyktinni !)

þetta eru ekki nákvæmar mælingar, ég vigta minn mat þannig að það er aðeins öðruvísi, en hlutföllin eitthvað svipuð

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 30.11.2008 kl. 22:31

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

interesting. Kannski að maður prófi þetta.

Geturðu ekki huggað þig við að pepsi maxið kemur aftur til þín eftir nokkra mánuði?

Jóna Á. Gísladóttir, 1.12.2008 kl. 00:22

5 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

nei frú Jóna, ég þarf pepsi max Í DAG ... einn dag í einu alla daga alltaf !!!

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 1.12.2008 kl. 08:33

6 Smámynd: Hugarfluga

Hey kúl .. takk fyrir uppskriftina!!

Hugarfluga, 1.12.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 93945

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband