föstudagur

voðalega líður tíminn - dóttir mín er að verða tveggja vikna ... hér hefur verið lítið um að vera nema brjóstagjafir og bleyjuskiptingar, ég reyni að sofa með henni lúrana hennar, ég er svona um það bil að verða komin á rétt ról, að verða búin að vinna upp svefninn - ég er samt ekkert sérlega orkumikil, þarf að fara að komast út í göngutúr, fröken er búin að vera frekar kröfuhörð og hanga á túttu mestallan daginn, mig grunar að það sé eitthvað smá magavesen á henni þessari elsku - annars erum við foreldrarnir enn þeirrar skoðunar að ekki hafi fæðst fallegra barn á þessari jörð og þó víðar væri leitað, erum algjörlega dolfallin og yfir okkur hamingjusöm með hana - stóri bróðir er voða hrifinn af henni líka, hinsvegar er hann frekar upptekinn þessa dagana þar sem pabbi hans er á landinu - við ætlum að fara með litlu frú í heimsókn til langömmu sinnar á morgun, hún hefur ekkert farið út nema í fimm daga skoðunina, hefur sossum ekkert út að gera barnið, en við ætlum að skjótast til gömlu konunnar svo hún þurfi ekki að koma hingað og arka stigana, þó að hún færi nú örugglega létt með það, sjóndöpur konan sem fer allra sinna ferða í strætó, komin hátt á níræðisaldur - já dóttir mín er af miklu kjarnafólki komin, langafi hennar er jafngamall og fer um allt á reiðhjóli með sinn hjálm og hliðartösku ... ég set inn eina mynd sem við tókum í gær (af litlu, ekki afa á hjólinu)

Mynd017_1 eins og sést hefur bæst aðeins utan á þá stuttu, komnar bollukinnar og þessi fína undirhaka - hafið það gott um helgina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Hún er ekkert smá lík þér (og þá er ég ekki að meina út af bollukinnunum og undirhökunni) - bara algjör Ella Sigga II

Marilyn, 20.3.2009 kl. 09:56

2 Smámynd: Hafrún Kr.

hún er æðisleg :)

Hafrún Kr., 20.3.2009 kl. 10:42

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Rosalega lík þér  Aldeilis að hún braggast vel litla prinsessan

Kristborg Ingibergsdóttir, 20.3.2009 kl. 20:13

4 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 21.3.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 93968

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband