Færsluflokkur: Bloggar

mánudagur

og það er alveg mánudagur í  mér ... ég er þreytt, er samt ekki búin að gera neitt af viti í dag, svaf til hálfellefu, borðaði morgunmat, baðaði mig, fór á hádegisfund, fór í meðgöngusundið, kom heim og borðaði og fór svo og sótti unnusta minn í vinnuna ... kannski hefur þetta eitthvað með það að gera að að mitt næsta barn ákvað að nú væri góður tími til að fara að vaka á nóttunni ... það var semsagt tekið sóló í hvert skipti sem mamman sneri sér í nótt (sem var ekki sjaldan) ... faðirinn tilvonandi heldur því fram að það séu ekki snúningarnir sem slíkir sem vekji krílið, heldur stunurnar og djöfulgangurinn sem þeim fylgir ... hann má halda það, en auðvitað er það misskilningur, enda ég létt eins og fis og læt aldrei frá mér hósta né stunu ... nú er ekkert annað eftir nema að bíða spennt til níu í kvöld og taka inn einn skammt af Jack Bauer ... þar til næst ... takk

laugardagur

ég fékk að fara með fund á stofnun í morgun, svaka gaman og gefandi ... svo fór ég í smáralind og keypti mér skvísustígvél, hef aldrei átt svört stígvél og bara VARÐ að fá par af slíkum fyrir veislu sem ég fór í í dag ... vorum í samsæti með fjölskyldu unnusta míns og það var bara ósköp fínt, gaman að hitta alla á einu bretti og afgreiða það ... nú erum við að rifja upp gamla takta og erum að horfa á 24, hita upp fyrir 24-redemption (held það heiti það) á mánudagskvöldið ... mér finnst samt hálf úr takt að sitja frammi í stofu og horfa á þetta, þar sem við lágum í bælinu öll kvöld og horfðum á seríur 1-6 í einni beit fyrir réttu ári síðan ... á morgun stefni ég á að hlussast á bókhlöðuna og lesa mig rangeygða, svo flyt ég þangað á mánudaginn, ekki seinna vænna, enda ó svo fáir dagar í próf ... takk í bili

jæja

fyrsti dagurinn sem trúlofuð kona að baki ... mér finnst þetta voða fullorðins eitthvað, þó að mun yngra fólk en við höfum nú sett upp hringa ... allavega, þá er ég yfir mig hamingjusöm og steinhissa á þessu tilstandi öllu ... steinhissa að einhver vilji elska gallagrip eins og mig ... en svona er nú lífið, það er einhver þarna úti handa okkur öllum og ég er ofsalega glöð með minn, hefði ekki viljað neinn annan ... ég er líka algjörlega sátt við að hafa hitt hann þegar ég hitti hann, þó við séum nú bæði komin af léttasta skeiði (tala eins og við séum rúmlega miðaldra) þá er ég viss um að við hefðum ekki náð saman ef við hefðum hist fyrr ... eða eins og unnusti minn sagði einhvern tíma þegar ég var að spögulera í því af hverju við hefðum ekki hist fyrr ... "nú, ég var á æfingu og þú að drekka brennivín" ... sem er alveg hárrétt ... eníhú ... ég er alsæl, ólétt fyrir allan peninginn og sátt með mitt ... góðar stundir

mig langaði í kvikindið

það var bekkjarkvöld hjá syni mínum í kvöld ... ekki í frásögur færandi nema að í síðustu viku var skipað í nefndir og að sjálfsögðu bauð einkasonur ofætunnar sig fram í matarnefndina og bað um leyfi til að baka hérna heima ásamt vini sínum ... ekki málið ... svo liðu dagarnir og ég var búin að steingleyma þessu og svo mundi ég allt í einu eftir þessu í morgun, þannig að ég arkaði í nettó eftir sjúkraþjálfunina og keypti betty crocker, krem, m&m og piparkökur (ekkert over the top neitt) svo fór ég bara á minn fund og svo í meðgöngusundið ... þegar ég kom þaðan hringdi ég í drenginn til að láta hann vita að ég væri reddí með baksturinn ... þá tilkynnti hann mér að planinu hefði verið breytt og fólk mætti bara koma með eitthvað ef það nennti, ekkert stórmál ... ég fór auðvitað á háa sjé ... VARST ÞÚ EKKI BÚINN AÐ BJÓÐA ÞIG FRAM Í MATARNEFND ??? ... mamma þetta er allt í lagi, þú þarft ekkert að baka ... ÞÚ STENDUR BARA VIÐ ÞAÐ!! ... mamma þetta er allt í læ, þetta er ekkert mál ... ÞÚ ÆTLAÐIR AÐ BAKA !!! og alveg á innsoginu að hann skyldi nú bara kveikja á ofninum í einum hvelli og svo kæmi ég heim og skellti í eina tertu ... svo brunaði ég heim og hrærði í deigið og gerði muffins og skreytti og pakkaði inn ... bakaði síðan eina litla köku handa manninum mínum að fá þegar hann kæmi þreyttur heim úr vinnunni ... nema hvað ... karlinn vildi ekki kökuna ... HANN LANGAÐI EKKI Í (síðan hvenær er það einhver faktor sem skiptir máli ... hvort mann langar í eitthvað ?) ... nema hvað að kakan stóð á borðinu og ég fékk ekki nokkurn einasta frið fyrir henni svo það endaði með því  (þegar ég var búin að bjóða karlinum hana í sjöunda skiptið) að ég henti henni í ruslið ... lærdómur dagsins er sá að ég mér er ekki meira batnað en það að ég á enn til að reyna að borða í gegnum annað fólk ... og að þó það sé ekkert mál að vera ólétt í fráhaldi, er ekki ástæða til að ögra sér meira en þarf, mótstaðan er ekki alveg í toppi ... því ég verð að segja alveg eins og er að mig langaði í kvikindið ... en það var ekki í boði og ég er búin að læra það að hvert ástand tekur enda ... því ég er búin að jafna mig á þessu og lífið heldur áfram ... 1202

Bjarni Fel

Vika 24

  • Barnið þyngist nú um meira er 85 gr á viku og vegur nú ríflega 600 gr og mælist 21 sm í sethæð.
  • Augnhár og augabrúnir sjást greinilega.
  • Örfínar línur sjást í lófum og á fingrum þ.e. fingraför eru farin að myndast. 

 

 

 


1200 dagar

í röð ... 3 máltíðir á dag ... einn dag í einu ... magnað alveg hreint

og það er ekki af því að ég er svo "dugleg"

guðs bænum ekki saka mig heldur um að vera "stabíl" þeir sem þekkja mig ættu að vita betur 

ég er ekki, og hef aldrei verið, í "átaki"

ég er í fráhaldi frá hömlulausu ofáti, einn dag í einu, með aðstoð æðri máttar, samkvæmt skilningi mínum á honum

þetta er ekki alltaf auðvelt, enda var mér aldrei lofað því

þetta er samt mörgum sinnum auðveldara en að vera í stanslausum þráhyggjuhugsunum um mat, með krónískt samviskubit yfir hverjum bita og stanslausum loforðum um að "á morgun ..."

ég hef fengið algjörlega nýtt líf, og ég vil ekki skipta því út fyrir nokkurn einasta bita

takk

feit_sized_730099.png088.jpg

 


geymslan "tóm"

eða sko alls ekki tóm, en það er búið að fara með tvo fulla bíla af DRASLI á haugana í morgun, ég er ekki í neinum aðskilnaðarkvíða og er bara sátt, ég sendi karlinn á haugana og sagði honum hvaða kassar ættu að fara í góða hirðis-gáminn og hverju mætti henda ... hann ræður hvað hann gerir, en svo lengi sem ég HELD að hluti af þessu fari í góða hirðinn er ég sátt ... bókunum henti ég ekki, ekki heldur leikföngum og fötum af jóhanni, og svo var eitt og annað sem fékk að vera áfram, nú sést í gólfið í geymslunni og það er pláss fyrir barnastöff, fer og sæki það seinnipartinn eða á morgun !

ég vaknaði ein

þar sem maðurinn minn hafði flúið fram í sófa, hann er svo ímyndunarveikur þessi elska að hann heldur því stundum fram að ég hrjóti ... meira krúttið

söfnunarárátta

ég er lasin

ég safna öllu

ég fór að taka til í geymslunni áðan, fyllti þrjá kassa af drasli sem má henda, það sér ekki högg á vatni 

við þurfum að hreinsa út úr geymslunni til að koma barnastöffi fyrir

það er fullt af dóti þarna sem ég tími ekki að henda, finnst einhvern veginn blíðara að setja það í góða hirðinn svo einhver geti þá haft ánægju af því

ég er með meinloku um að foreldrar mínir og aðrir forfeður snúi sér í gröfum sínum ef ég hendi einhverju forljótu drasli sem enginn vill hafa uppi á hillu hjá sér

henti líka jólakortum frá fimm eða sex árum

dísös ég nenni þessu ekki


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband