Færsluflokkur: Bloggar

barnið mitt verður ekki bert

það er víst alveg öruggt, fórum í smá verslunarferð í dag, komumst í ljómandi fína heildsölu og keyptum enn annan hauginn af samfellum, ekki allt í minnstu stærð, voða skrautlegt og sætt, reyndar ekki bara samfellur, náttföt og húfur líka ... minn eigin maður fékk nokkrar peysur og boli, belti og trefil ... ég sjálf fékk náttföt/heimaföt og einkasonur eina húfu ... blessað olnbogabarnið ... ég talaði við Eddu í dag og fyrst að hrl mistókst að rétta af þjóðarskútuna tók hann í staðinn til í bílskúrnum og nú þurfa þau að losna við barnastöffið ... ég tek það auðvitað, en hef ekki glæru um hvar ég á að geyma það allt ! Þannig að ef þú, lesandi góður, ert með nokkra fermetra í geymslu sem þú ert alls ekki að nota neitt, endilega vertu í bandi ... nú er tími til kominn að líta í bók

nenni ekki

að hafa þessa bumbumynd alltaf þegar ég fer inn á bloggið mitt ... nenni samt ekkert að blogga, hef ekkert að segja, er í lífeðlisverkefnum dauðans og mér finnst þau ekki skemmtileg, verð að segja alveg eins og er :s ... ég er að klikkast úr stressi yfir þessum prófum og þegar ég er svona stressuð verð ég enn minna skipulögð og vil bara sofa allan daginn og gera ekki neitt ... arrrg ... takk í bili

í dag

við fórum á útsölumarkað hjá frönsku búðinni, keyptum smá af pínkulitlum smábarnafötum, ekkert leiðinlegt, keyptum líka skyrtu á JJ, held við höfum gert ágætis kaup, svo fór þetta bara ofan í poka og upp í skáp þar sem það fær að sitja þar til í mars (eða lengur ef baby verður pínulítið, ég keypti minnst 3mánaða) ... fórum líka í kaffi til gömlu á strikinu ... ég svaf í tólf tíma næstum því í  nótt, en gæti samt alveg hugsað mér að fleygja mér smástund, ætla ekki að gera það strax, ætla að læra þar til ég fæ hádegismat og sé svo til eftir það ... svo ætla ég að koma því að að ég er mjög þakklát fyrir að búa á íslandi í dag, þakklát fyrir að búa t.d. ekki í austur kongó þar sem hægt er að búast við því að ráðist sé inn til manns og maður drepinn fyrir það eitt að vera til, eða á haiti þar sem eru hundruðir foreldra sem gráta í dag börnin sín sem liggja sennilega grafin undir rústum barnaskóla ... þakklát fyrir þann stað í lífinu sem mér hefur verið úthlutaður ... át og fiður

misræmi ??

en sá sem drap litla stúlku, örkumlaði bróður hennar og drap sinn eigin farþega ... og hefur nota bene ekki látið sér segjast og heldur áfram ofsaakstri ... hann fær eitt ár ???
mbl.is Fimm ár fyrir manndrápstilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kroppur

ég er kroppur ... kroppur sem var ógeðslega smart í gær í joggingbuxum af manninum mínum, sérstaklega smart þegar ég var búin að borða kvöldmatinn og gat ekki haft buxurnar uppi á bumbunni lengur, heldur þurfti að hafa þær undir henni ... mjööög smart ... ég er orðin eitthvað fatalaus, eða sko á fullt af flottum óléttufötum (tengdó fór með mig í leiðangur fyrir nokkru) en mig vantar eins og tvennar brækur til að vera í heima ... já og auðvitað sundbuxurnar sem áður voru nefndar ... ég er búin að pakka niður slatta af fötum sem ég veit að ég mun ekki geta notað fyrr en í fyrsta lagi í mars/apríl, finnst það fínt, ég er með svo stutt attention span að þegar ég opna pokann mun ég örugglega fíla mig eins og ég sé að vinna í lottó, man ekkert eftir neinu af þessu (nema auðvitað handklæðabuxunum, sem ég held ég sæki áður en ég fer á fæðó og fari í þær um leið og ég er búin að spýta stelpukrakkanum út) ... en ég er semsagt núna á brókinni og hlírabol, í flíssokkum að læra inni í eldhúsi ... ég þarf að fara að klæða mig því að ég þarf að komast út í búð að kaupa pepsimax og epli, eplið mitt í morgun gleymdist á pönnunni og varð þessvegna krispí og svart, en ég varð að éta það, eini ávöxturinn sem var til og ekki búið að opna búð ... no matter what :D

dagur 1188

er á morgun, hann er líka vigtunardagur ... mér finnst alveg heilmikil auðmýkt í því fyrir mig að upplifa að þyngjast mánuð eftir mánuð ... auðvitað á ég að vera að þyngjast, ég er með barn í maganum sem er að vaxa og dafna ... en ég hef samt alveg skoðanir á þessu ... ég blómstra sem aldrei fyrr, bumban stækkar og stækkar, ég er að fara í partí á föstudaginn og ætla að biðja manninn minn að taka bumbumyndir þá, þegar ég er búin að dressa mig upp draugfína svo drjúpi af mér kynþokkinn ... ehemm einmitt svo mikið svoleiðis þessa dagana ! farin að sofa, góðar stundir

lánsöm

ég er svolítið þreytt ... búin að fara á tvo fundi í dag, fór í sundið líka, mér finnst meðgöngusund besta uppfinning seinni ára ... ótrúlega kósí að gera krúttlegar æfingar og að sitja svo í pottinum með konum sem eru allar í sama pakka og ég ... það var ein sem átti að eiga í dag, ég tók nú ofan fyrir henni, ef ég væri komin á tíma sæti ég bara heima á handklæði ! svo var víst ein sem missti vatnið í sturtunni eftir sundið fyrir nokkrum vikum ... ég er alveg að passa mig að fara of langt fram í timann, ég á náttúrulega næstum helminginn eftir, einn dag í einu og allur sá djass ... svo er ég bara búin að gera þetta hefðbundna, borða þrjár vigtaðar og mældar máltíðir, læra smá og leggja mig smá ... allt gengur sinn vanagang ... ekki meira í bili takk

þetta er ekki óhapp

það er ekki ÓHAPP þegar einhver drepur tvær manneskjur og slasar aðrar tvær alvarlega með því að aka undir áhrifum fíkniefna ... er ekki allt í lagi með fólk??
mbl.is Myrtur í hefndarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plebbar !!

og ég er ein af þeim, ég fíla feisbúkk, búin að finna fullt af gömlum vinum og kunningjum og skemmti mér oft vel ... mjög gott fyrir heimakæra konu eins og mig að geta fylgst með lífinu þarna úti ... bara gaman
mbl.is Fjórðungur þjóðarinnar á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband