Færsluflokkur: Bloggar

ég er að lesa ...

ég fór í sveitina á föstudaginn og það var yndislegt, en ég var eitthvað ómöguleg í kroppnum og fór þessvegna í bæinn um hádegi á laugardag ... ég var eiginlega alveg hætt við að fara, en þar sem ég var búin að taka að mér verkefni á föstudagskvöldið ákvað ég að standa við það ... restin af helginni er búin að vera fín, ég er búin að líta aðeins í bók og svo tókum við gömlu hjónin skurk í dag og þrifum aðeins hjá okkur og tókum sameignina, ótrúlega rómantískt og alveg hreint ... annars er ég bara búin að hvíla mig og hafa kósí ... það kom upp dásamlegt atvik í nótt, maðurinn minn var eitthvað vansvefta (hann segir að ég hafi verið að hrjóta en það er auðvitað vitleysa) og um klukkan þrjú sér hann allt í einu að það kviknar ljós í eldhúsinu, hann fer fram og þá situr erfinginn við eldhúsborðið ... hann leit upp þegar Gummi kom og þegar Gummi spurði hann hvað hann væri að gera ... "ég er að lesa" ... steinsofandi að sjálfsögðu ... hann stýrði honum bara aftur inn í rúm og ekki meira með það neitt en voða krúttlegt ... á fimmtudagskvöldið þegar ég var á leiðinni inn í rúm kallaði JJ "hei, viltu koma með eitthvað að borða?" ... hann er alveg ótrúlegur, talar þvílíkt upp úr svefni og stundum dáltið flakk á honum, þegar hann þarf að kíkja í blöðin og svona ... fróðir menn segja að þetta muni eldast af honum svo ég treysti því bara, ég er samt orðin svo vön þessu en Gummi er enn ekki alveg orðinn sáttur, honum bregður stundum ennþá ... jæja ekki meira í bili, ætla að gera eitthvað af viti 


sæla engin æla

best að fara að pakka sænginni, snúningslakinu og koddum til að hafa milli fótanna ... ég er að fara uppí sveit (heila fjórtán km út fyrir bæinn) og ætla að hafa það kósí um helgina ... mennirnir mínir verða einir heima og ég er að sjálfsögðu búin að setja þeim fyrir verkefni ... ryksuga, skipta um kattasand, ganga frá þvottinum og Gummi ástin mín, það þarf líka að þrífa sameignina ... elska þig Heart

þvílík nótt

það reyndi enginn köttur að skríða uppí, það gubbaði enginn á mig og ég þurfti aldrei að fara fram að pissa ... hugsa sér

gobbedí gubb

einhvern tíma í nótt var stóri kisi að reyna að krulla sér bólið hjá mér og ég vaknaði við það, í þann mund sem ég var að sofna aftur finn ég að minn einkasonur stendur við rúmið hjá mér og umlar eitthvað og andartaki síðar kemur bara spýjan, þá ældi krakkinn svona hressilega að það var yfir mig alla, rúmið, gólfið, glósurnar mínar, náttborðið og det hele ... aumingjans ræfillinn var nú hálfsofandi og hafði bara alls ekki rænu á að fara inn á bað, sem hann gerir nú samt alltaf þegar svona gerist, en ég rak hann inn á bað og hann hljóp og spýjan í allar áttir, þannig að hér er nú svona frekar gubbulyktarmettað loft, ég er búin að skúra og þrífa þetta allt en ég hef einhvern veginn ekki lyst á að fletta í gegnum glósurnar alveg strax, það nefnilega er ekki laust við að það ólgi aðeins í maganum á mér og ég nenni ekki að fara sjálf að æla líka ... ég fékk síðast gubbupest þegar ég var komin 8 1/2 mánuð á leið með Jóhann og var næstum búin að kreista úr mér krakkanum í öllum látunum, fyrir utan það að þegar ég fæ ælupest verð ég veikust í heimi, græt bara eins og smábarn ... ekki í stuði fyrir það alveg eins og er ... þessi geðslega færsla var í boði landlæknis

mikið að gera

fengum lánaðan bíl til að skottast á meðan hinn er í viðgerð ... það er reyndar ekki jeppi og þessvegna heldur þungt að lyfta bumbu&bossa upp úr honum, en gott samt ... fór í sjúkraþjálfun og Munda mín var ánægðari með mig en síðast, hún var farin að sjá fyrir sér hækjur eða þaðan af verra ... þá vorum við Guðmundur semsagt búin að fara í sónar og skoða fóstrið okkar, rosa stemming í bumbunni og verið að nýta sér plássið til hins ýtrasta, þetta er nú ósköp lítið kríli ennþá, lærleggur og upphandleggsbein mældust 5cm og iljarnar 3cm ... en það er kraftur í þessum fáu sentimetrum og verið að sparka í mömmu sína alveg á milljón ... það bendir allt til þess að barnið verði lítil dama, þó að það sé auðvitað ekki hægt að segja með 100% vissu, en við munum ganga út frá því og nú verður byrjað að prjóna bleikt fyrir allan peninginn ... NOT ... kannski rautt eða hvítt eða eitthvað, en ekki svo mikið bleikt, það væri t.d. hræðilegt ef greyið yrði rauðhærð og pínd til að vera í bleiku alla daga, en það er nægur tími til að hugsa um þetta og gera og græja, það eru önnur verkefni meira aðkallandi, eins og til dæmis að hlussast í gegnum skólann, það eru fimm vikur í próf og ég að vanda með allt niðrum mig ... eða svona þannig, er alveg byrjuð að læra en einbeitingin er ekki alveg nægilega góð ... ég er að fara út úr bænum næstu helgi og svo eru fundir sem ég þarf að sinna og blessað sundið líka, svo að ég þarf að vanda mig ... jæja það er ekki meira að sinni ... ég ætla að fara að skríða undir sæng, þó ég hafi sofið allan eftirmiðdaginn er ég bara samt sybbin ... as usual ... ég segi bara góða nótt og dreymi ykkur vel

fórum í sónar

og ég var auðvitað búin að steingleyma að við værum eitthvað að fara til að athuga hvort það væri ekki allt í læ, öll líffæri á sínum stað og allt þannig ... ég vildi bara fá að vita kynið hehe ... það leit semsagt allt mjög vel út og allar mælingar fínar og rosa hjartsláttur og mikið stuð í bumbu, lofar góðu og við fengum að vita kynið

laugardagur

ég klessti bílinn í gær :(

ég fór á fund í hádeginu :)

mér er illt í bossanum að sitja við lærdóm :/

ég ætla að leggja mig :)


Stubbur tveimur kúlum fátækari

Stubbalingur mætti á dýraspítalann uppúr átta í morgun í búrinu sínu, þar tók læknir við honum og hann grét óskaplega (Stubbur sko, læknirinn grét ekki neitt) og svo bara svæfði hún hann og gerði snipp snipp og kúlurnar farnar ... við sóttum hann svo um þrjúleytið og hann var ósköp vankaður þessi ræfill (Stubbur sko, það var allt í læ með lækninn) og þegar við komum heim opnuðum við búrið og hann fór strax út úr því eitthvað að reyna að athafna sig en það gekk frekar illa framanaf ... hann var svo mikið ruglaður eftir svæfinguna að hann bara datt á rassinn og hljóp á allt. Hann borðaði þessi ósköp, prumpaði svo og sefur núna uppi í glugga ... við erum auðvitað sömu kvikindin hér á heimilinu að við grétum úr hlátri yfir bröltinu í okkur en hann var of ruglaður til að fatta það ... ég sé á athugasemdum við fyrr færslu að það er kominn heilmikill spenningur að vita kynið á mallakútnum mínum, best að plebba bara upp skoðanakönnun ... hún birtist hér til hliðar ...

fund, sund, létt í lund

fór á fund, sem er alltaf gott, hlussaði mér svo í meðgöngusundið og fannst jafn gaman þar og Habbý finnst í skólanum sínum ... en þetta gerir mér gott svo ég held áfram ... er að borða kvöldmat, ætla svo upp í rúm að lesa, lilli kroppur getur ekki meir í dag


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband