Færsluflokkur: Bloggar

rakstur og bakstur

sonur minn kom okkur foreldrum sínum enn og aftur í opna skjöldu í morgun ... það sem veltur upp úr þessum dreng er náttúrulega með ólíkindum ... hann spurði hvort hann gæti komist að á baðinu, hann þyrfti nefnilega að raka sig ... hann er ellefu ára !!! við grétum úr hlátri ... en hvað bakstri viðvíkur, er slíkt ekki stundað hér nema í litlu mæli ... amk eftir að frúin sneri frá villu síns vegar um árið og hætti að baka úr bretti af hveiti í hverri viku ... nú baka ég stundum soya-hveitikíms-kanil-egg-og fleira-brauð í kvöldmatinn minn ... það er algjört nammi með fullum skammti af smjöri ... ég er að horfa út um gluggann minn á snjóinn sem kyngir niður ... ég er að hugsa um hvað ég get keypt mikið af þessum þrjátíu brettum af jólavörum sem maðurinn minn var að taka í hús í gær (í vinnunni, ekki hérna heima) en nú  ætla ég að setja jólapælingar aftur niðrí skúffu og fara að læra ... góðar stundir


hálfur kálfur

Vika 20

  • Fóstrið mælist nú 16 sm og vegur tæplega 300 gr.
  • Nú er góður tími til að fara í sónar.  Þá er meðgöngulengdin metin, fylgjan er staðsett, legvatnsmagnið er metið og hugsanlegir fósturgallar greindir.
  • Nú er fóstrið orðið það stórt að auðveldara er að skoða einstök líffæri og líffærakerfi
  • Meðgöngulengd er reiknuð út frá stærð höfuðsins og lengd lærleggjarins
    Fjölburaþunganir greinast ef ekki hefur verið ómskoðað áður.
  • Staðsetning fylgju er skoðuð
  • Hingað til hefur lifur og milta fóstursins framleitt blóðfrumur.  Nú tekur beinmergurinn til starfa og smátt og smátt yfirtekur hann alveg þetta hlutverk.  Lifrin hættir framleiðslu blóðfruma nokkrum vikum fyrir fæðingu og miltað hættir framleiðslu í kringum 30. viku meðgöngunnar.
  • Í lok þessarar viku er meðgangan u.þ.b. hálfnuð
     

 


verið að troða í sig ??

njé, ég var nú bara að borða kvöldmatinn minn í rólegheitum, á bara desertinn eftir (var reyndar búin að gleyma honum, en mundi það þegar ég skrifaði) ... búin að panta mér pláss í meðgöngusund, byrja á miðvikudaginn, þetta er helv.dýrt, en ég ætla að hlussast til að prófa þetta í mánuð og sjá hvort ég skána, ég er alveg ómöguleg orðin, fór í sjúkraþjálfun í dag og þjálfarinn sagði bara já sæll ... ég var eitthvað klemmd og hún beygði mig og teygði og smellti og ég er skárri ... ekki mikið samt ... ohh djöfull þoli ég ekki svona kvörtunarblogg ... jæja ætla fá mér desert og fara svo að kyssa karlinn minn

sunnudagur

ég er búin að nota helgina í ónæmis-og meinafræði ... kræst hvað ég er orðin ótrúlega klár ... samt ekki svo gott fyrir kroppinn að sitja svona mikið, en það er bara allt í læ ... ógeðslega fegin að vera búin með þessa sex fyrirlestra, tekur þvílíkan tíma að glósa þetta helv... en efnið er skemmtilegt og ég er glöð að læra þetta ... alveg andlaus og hef ekkert að segja ... taktfastar hormónasveiflur í dag og ekkert um það að segja nema ... að þær munu líða hjá eins og annað ... takk í dag

æðruleysi

ég var háttuð ofan í  rúm uppúr níu í gærkvöldi og skipað að hreyfa mig ekki meir ... ég fór á fundi í hádeginu og líður dásamlega vel andlega, líkamlega er ég í algjörri stöppu og þarf þessvegna að nota þessa ferð sem ég má fara niður stigann til að fara og sækja mér andlega næringu ... mér finnst margt og mig langar margt en fæst af þessu er í boði því að ég bara verð að fara vel með mig ... sama hvað  mér finnst um það ... þessvegna er ég svo fegin að hafa lært æðruleysi og að taka einn dag í einu ... og ekki síst þarf ég að muna það að þetta mun taka enda og líka að þetta verður allt í lagi ... vá hvað ég er þakklát fyrir allt sem hefur breyst ... ég er heppin kona og ætla ekki að gleyma því

gölluð vara

í fyrra kynntist ég manni ... manninum mínum. ég spurði hvað hann gerði sér til dundurs ... tja ég var alltaf í handbolta en þurfti að hætta ... nú vegna aldurs spurði ég ... nei slitið krossband ... hér hefði ég auðvitað átt að sjá að ekki var allt með felldu ... en ástin er blind og við urðum skotin og allt sem því fylgir og nú búum við saman og eigum von á barni þannig að ekki verður aftur snúið ... nema hvað ... nú er maðurinn búinn að vera slæmur í baki í nokkrar vikur ... fínn í hvíld en við dauðans dyr á fótum ... hann fór til læknis ... læknirinn er klárari en ég (og vonandi ekki eins skotinn í manninum og ég) og sá við fyrstu sýn að um gallaða vöru er að ræða ... framleiðslugalli og örugglega hefur blessað íþróttabölið ekki gert honum neitt nema ógagn ... annar fótur miklu styttri en hinn og kallinn rammskakkur ... ég vildi ekki segja honum að ég sjálf var greind á sama hátt fyrir mörgum árum síðan (vonandi heldur þú því bara fyrir þig) ... ég vona bara að við séum ekki með sömu löpp styttri, svo að þetta jafnist út á krakkanum tilvonandi ... en allavega ... ég hef hugsað mér að leita réttar míns, skilafresturinn er útrunninn svo að ég hlýt að eiga allavega rétt á miskabótum ... nema ég þurfi hreint og beint að fara í mál við framleiðendurna ... en þetta er bara svona börnin mín ... lífið er eintóm vonbrigði og ekki annað hægt en að sætta sig við orðinn hlut, kaupa klossa handa karlinum og fræsa undan öðrum ... góðar stundir

vegna fjölda áskorana ... frá habbý

dscn0173.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

16.október


hreyfikvóti

það kom svo í ljós að ég er með hreyfikvóta, en gleymdi að ég fæ reikninginn eftir á ... er semsagt með öllu ófær um að ganga um gólf heima hjá mér eftir vitleysisgang gærdagsins (baðþrifin) ... hlussaði mér nú samt á fund í hádeginu, ekki vanþörf á þar sem það er að koma í ljós hér á heimilinu að innst inni við beinið virðist ég vera bæði ofbeldishneigð og kjaftfor ... best að fara bara að læra

hreiðurgerð

úff, fékk allt í einu yfir mig þessa knýjandi þörf til að fara að gera allt og græja, þreif baðherbergið (skúraði m.a.s. loftið) og nú er það eina sem kemst að hvort ég á að hafa skiptiborð inni í herbergi hjá mér, eða baðborð inn á baði eða hvort tveggja eða hvorugt eða bara taka angann með i sturtu og bla bla bla ... mér finnst ég líka vera að springa úr óléttu, þó ég sé bara eiginlega tæplega hálfnuð ... best að halda bara áfram að læra, set samt eina óléttumynd með ... gjössovel  (svo getur vel verið að ég setji einhvern tíma mynd af mér á steypinum með JJ á tölvutækt form og láti hana flakka ... ég var svo stór að myndin sjálf er næstum hundrað kíló !) ... tek það fram að þessi mynd var tekin fyrir hálfum mánuði ... ég hef vissulega dafnað nokkuð síðan ;)

086_699477.jpg


lítill í sér

einkasonur gleymdi að smyrja sér nesti í gærkvöldi, eins og gerist á bestu bæjum ... í morgun fannst honum þess vegna tilvalið að hann fengi að fara í bakaríið að launum fyrir þessa yfirsjón ... við gömlu hjónin vorum ekki sammála honum, ég skellti loku í nestisboxið og málið var dautt frá mínum bæjardyrum séð ... þegar ég var komin út í í bíl hringdi sá stutti og eftirfarandi samtal átti sér stað ...

hann : mamma, af því að ég fékk ekki að fara í bakaríið og allt það , þá er ég svoltið lítill í mér og ætlaði þess vegna að spurja ... hérna ... ekki vera reið ... hvort ég mætti fá litlukallaost?

ég : ha? litlukarla ost?

hann : já svona ost fyrir litla karla sem eru litlir í sér 

ég : ha??

hann : já rjómaost 

hér var ég orðin fjólublá í framan af hlátri ... takk í dag ... ég vona að barninu hafi ekki orðið meint af því að borða gamalt brauð með hvítlauksrjómaosti í morgunmat ... ég er allavega fegin að þurfa ekki að sitja við hliðina á honum í skólanum í dag ...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband