Færsluflokkur: Bloggar

bleikt

ég var í sjúkraþjálfun og var að spjalla við þjálfarann um bleiku ákvörðunina mína ... og þar fékk að fylgja með að "ég hata sko bleikt" og þá benti hún upp á vegg þar sem bleika vestið mitt hékk ... og ég þurfti ekki að segja meira þann daginn ...

prinsar og prinsessur

við gömlu hjónin erum búin að diskútera hitt og þetta og velta fyrir okkur þessu barneignastandi sem við erum í á gamals aldri ... ég hef skoðanir á hinu og þessu og hann auðvitað líka, en eins og óléttri sjúklega stjórnsamri konu sæmir er ég algjörlega 100% klár á því að mínar skoðanir eru þær einu réttu ... til dæmis er eitt sem ég mun halda til streitu alveg fram í rauðan dauðann ... og það er sú ákvörðun að barnið mitt (okkar auðvitað) mun ekki verða kallað prins/prinsessa ... og ef þetta er stelpa fær hún EKKI bleikt herbergi ... ég get varla hugsað mér hryllilegri örlög en þau að vera alin upp undir því oki að vera prins eða prinsessa ... og svo er ég alveg handviss um að bleik herbergi eru heilsuspillandi ... svo eru líka alls konar hlutir sem ég er mjög ákveðin í en er jafnviss og ég sit hérna að ég mun ekki standa við helminginn af þeim ... ef ég næ að ala þetta tilvonandi barn mitt upp einn dag í einu og gera mitt besta er ég viss um þetta verður allt í lagi ...

p.s. auglýsi eftir manneskju til að fara með manninum mínum í bíó þegar nýja bond myndin kemur ... 

ást og fiður

esg


ekkert í gangi

gat gert eitthvað fyrir annan í kvöld, þessvegna líður mér vel ... fundur í hádeginu í dag, tek þátt með því að vaska upp eftir fundinn, því nú á ég uppþvottavél og þarf ekki að vaska upp heima hjá mér ... ég ætla að fara að lúlla mér, stór dagur á morgun, nóg að gera að vera til staðar

grindverk

ég er í fýlu út í grindina ... finnst ekkert lagast þó ég "passi mig" og fari ofurvarlega ... þessvegna er ég búin að haga mér eins og bjáni í dag og bara arkaði upp stigana og stika um allt eins og fín kona ... eeen gess vott ... þetta, eins og allt sem maður gerir, kemur í hring og ég uppsker eins og ég sái ... djöfull er mér illt :(


ekkert víst að þetta reddist

sko, það er rosalega auðvelt að segja það reddast, vertu bara æðrulaus, taktu einn dag í einu og aðra góða frasa ... en málið er að það er ekkert víst að nokkur hlutur reddist hjá fullt af fólki, kannski lenda margir í miklum vandræðum, margir missa kannski allt sem þeir eiga ... þess vegna skiptir alveg ótrúlega miklu máli í dag að við stöndum saman ... núna þurfum við að einblína á það sem við eigum í raun og veru ... ég á til dæmis heilsu, góðan mann og heilbrigt barn ... ég á æðri mátt sem veitir mér styrk þegar mér líður illa ... ég á líka trú á það að ef við stöndum saman og horfum á hlutina eins og þeir eru í raun og veru, þá munum við komast í gegnum þetta ... og ekki nóg með það, heldur munum við vera sterkari á eftir ... ef mér hefði, fyrir tæpum sjö árum, verið boðið það líf sem ég á í dag hefði ég sagt já takk ... ef mér hefði verið afhent kort af leiðinni sem ég þurfti að fara til að komast hingað, hefði ég þakkað pent fyrir og beðið viðkomandi að eiga sig ... en ég fékk úthlutað vegvísi, einni blaðsíðu í einu, einn dag í einu og ég þurfti bara að díla við verkefnin í smáum skömmtum ... ég er breytt manneskja í dag, ég er betri manneskja og á betra líf ... ég er að segja þér þetta af því að ég trúi því að ef við nýtum tækifærið sem okkur er að gefast í dag til vaxtar og þroska, munum við ganga út hinum megin, sameinuð, sterk og reynslunni ríkari.

Jæja

grét ekkert yfir bakþönkum ... ætla fá mér morgunmat núna, gá hvort ég kemst í gegnum restina af fréttablaðinu með þurra hvarma Halo

Sveifla

mér sýnist allt stefna í dag hormónasveifla í dag ... las bakþanka fréttablaðsins meðan ég skakklappaðist upp stigana í morgun ... næstum farin að gráta að lesa um lítinn snáða að hjálpa mömmu sinni í vinnunni ... svo las ég restina af blaðinu með morgunmatnum ... aftur tár yfir grein um samtök um líknandi meðferð ... og að endingu aukablað um bleiku slaufu krabbameinsfélagsins ... you guessed it ... tár ... ég segi nú bara, ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að ég væri ólétt !!! talandi um morgunmat, þá hef ég ekki getað borðað minn uppáhalds slíkan síðan í ógleðinni miklu í sumar (jú,ætli ég sé ekki ólétt??) en í gær og í morgun notaði ég hluta af próteininu mínu sem skyr og abmjólk (átti reyndar ekki abmjólk,bara skyr í gær), drussaði neskaffidufti út á, steikti eplin mín með sesamfræjum,kanil og pepsi max ... og viti menn, þetta er semsagt ennþá uppáhalds morgunmaturinn minn ... samt ekki alveg í fullum skammti, gott að hafa smá fjúsjon í morgunmatnum ... en þá vitiði það, hormónasveiflur og fjúsjon ... góðar stundir

ákvörðun

ég tók ákvörðun í gær, í samráði við eiginmanninn og kennara ... ég sagði mig úr verknámsáfanganum, sem þýðir að ég mun taka 2.árið á tveimur árum í stað eins ... ég verð semsagt bara í bóklegu á þessari önn og næstu, sem þýðir að ég verð komin í orlof um miðjan febrúar ... tek svo verklegt á haustönn 09 og vorönn 10 ... ég gat ekki séð að ég myndi fúnkera vel í verknáminu, verandi algjörlega ófær um að vinna einföldustu heimilisverk og með kvóta upp á eina ferð upp og niður stigana á dag ... ég er doltið spæld yfir þessu en samt er mér líka létt ... sem er ekki alveg í takt, þar sem ég er Ó-létt hmmm

 

to avoid complications, she never kept the same address

 


blessuð kílóin

af því að ég er doltið lasin í hausnum á ég erfitt þegar kemur að kílóum ... ég horfi í spegil og geri mér ekki grein fyrir hvort ég er feit eða mjó ... þessvegna þarf ég að stíga á vigtina einu sinni í mánuði ... ekki oftar, ekki sjaldnar ... ég fór á vigtina í morgun og hún sagði mér (í trúnaði) að ég væri búin að þyngjast um 5 kg síðan ég varð ófrísk ... sem er mjög ásættanlegt og gott og innan marka og allt það ... mér finnst ég samt bara vera feit ... og ég sko veit alveg að það er ekkert jafn þreytandi en konur í kjörþyngd sem segjast vera feitar ... ég er rosalega þakklát fyrir að hafa þær upplýsingar sem ég hef í dag, að vita að ég er með átröskun sem er huglæg og tekur engum sönsum, eina sem ég get gert er að halda mig við prógrammið og vera þannig vel vopnum búin þegar ruglið ætlar að hefja upp sína raust ... ég er búin að vinna fullt fyrir þessum bata og það sem ég þarf að gera dags daglega til að halda honum við er ekki mikið ... en verðlaunin eru stór, semsagt, mikið fyrir lítið ... ekki alslæmt í kreppunni !! takk í dag, hef ekki meira til málanna að leggja í bili

í kreppunni

er ég rosalega þakklát fyrir að hafa einu sinni verið blönk ... fyrir mjög fáum árum átti ég ekki bót fyrir boruna á mér, gat ekki leyft mér neitt, og þá meina ég ekki neitt, ég fór ekki í bíó, ég var ekki með nettengingu, ég gat fyllt á gsm frelsið mitt fyrir þúsund kall á mánuði þegar vel var, ég keypti ekki föt, skó eða dýran mat, oft vissi ég ekki hvaðan aurinn fyrir næstu máltíð myndi koma ... þessvegna mun það reynast mér frekar auðvelt að takast á við þessa kreppu, ég fer með tösku í búðina, þarf ekki að kaupa poka, set matarsóda í kattasandinn til að minnka lyktina og hann endist aðeins lengur, ég elda heitan mat á kvöldin og sendi JJ með afganga í nesti í skólann daginn eftir, ég fer með dósir og flöskur í endurvinnsluna, hendi ekki mat þó hann sé kannski kominn á dagsetningu ... það er ótalmargt hægt að gera til að spara, málið er bara að hafa hugmyndaflug og vera ekki hræddur við að standa með sjálfum sér og veskinu sínu ... ég er rosalega fegin að vera ekki með einhver rosa lán eða myntkörfur eða hvað þetta allt saman heitir ... er með allt mitt í skilum og þess vegna getum við bara vel við unað ...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband