Færsluflokkur: Bloggar

eitt ár

3 október 2007 höfðum við ákveðið að hittast í fyrsta skipti, búin að tala nokkrum sinnum saman í síma og eitthvað á msn ... klukkan átta á slaginu dinglaði hann og ég hljóp niður, haldiði að maðurinn hafi ekki staðið fyrir utan með rósir ... ég dó næstum því ... það kom svo mikið fát á mig að ég tók blómin og hljóp upp aftur ... honum brá svo mikið þegar ég hljóp að hann hélt ég myndi ekki koma niður aftur ... en ég fór niður aftur og við fórum á kaffihús ... sátum og spjölluðum heillengi og svo bara héldum við  áfram að hittast og svo bara urðum við ástfangin og svo bara var hann alltaf hérna og svo bara flutti hann inn og svo bara eigum við von á barni og svo bara er þetta allt eitthvað dásamlegt ... með öllu sem því fylgir ... ég er hamingjusöm, hann er hamingjusamur, sonurinn er hamingjusamur og við ætlum bara að hafa það þannig áfram ... við munum ekkert hvenær við formlega "byrjuðum saman" þannig að þriðji október er okkar dagur ... til hamingju með okkur Heart

alltaf að ...

nema í dag ... ætlaði að fara á fund í hádeginu en lagði mig í staðinn, er búin að borða tvær dásamlegar máltíðir í dag og lesa soltið í lífeðlisfræði og örveru-og sýklafræði ... en nú er ég búin að sitja of lengi í lazy boy og þarf að fara að standa upp, baða mig, fara í búð og sækja svo ástmann minn

kósí

að hanga bara heima í dag, enginn skóli, bara lærdómur sem hleypur víst ekkert frá manni ... þarf að taka mig á í lestrinum og það er bara um það bil að fara að gerast ... hef ekkimikið að segja nema ég gerði við stíflaða þvottavél og setti upp gardínur í dag ...

ég get ekki ...

... setið í klukkutíma

... ryksugað

... labbað meira en 500 metra í einu

... er samt búin að gera þetta allt í dag og meira til ... grindverkið mótmælir hástöfum ... einhverjar hraustar staðgöngumæður á lausu ?? eða er kannski of seint að grípa inn í núna ?? þá væri heimilshjálp og hækjupar alveg inni í myndinni ...

... annars er ég alls ekki að kvarta, ég hef ágætis sársaukaþröskuld og sé ekki ástæðu til að væla yfir ástandi sem ég ákvað sjálf að koma mér í (með A1 að sjálfsögðu, enda tveggja manna verk) ... ég er í massa prógrammi þessa dagana og uppsker andlega líðan í samræmi við það ... vúhú  


Fundinn kisi

það var lítill þreyttur, skelkaður og skítugur kisi sem skilaði sér heim um hádegisbilið í dag ... við erum óskaplega glöð ... Gummi var á vaktinni á kortérs fresti á svölunum og úti í glugga allan tímann meðan hann var týndur og loksins sást litli og var sóttur með það sama ... hann hafði semsagt húrrað fram af svölunum hér á fjórðu hæð en það er ekki skráma á honum, ekki einu sinni haltur, hvað þá meira !

Týndur kisi

mynd005.jpg... við erum voða sorgmædd því hann Stubbur okkar var ekki heima þegar við vöknuðum í morgun. Við búum á fjórðu hæð svo að við erum frekar hissa og hrædd um hann, við erum búin að leita út um allt og á morgun ætlum við í Kattholt og að hengja upp auglýsingar ... ég yrði voða glöð ef einhver nennti að pósta þessu á bloggið sitt ... takk elskurnar

ég er í nefnd

þannig að ef þú þarft að spyrja mig að einhverju, hafðu samband og nefndin fer yfir málið

ást&frumur

nefndin


nafnleyndin

ég er félagi í samtökum, tólf spora samtökum. þessi samtök nefni ég ekki á nafn í blogginu mínu, enda er ég ekki að tala fyrir hönd þeirra. innan minna samtaka er ég ella sigga, ekki elín sigríður grétarsdóttir, ég er ella sigga, ekki hjúkrunarnemi, ég er ella sigga, ekki konan hans gumma o.s.frv.

ef þú hittir mig á fundi í samtökunum mínum, hvorum heldur sem er, vinsamlega talaðu ekki um það við aðra, ekki tala um það á blogginu, ekki spyrja næstu manneskju hvort ég var á fundi í gær í samtökunum þínum.

ef ég nota fullt nafn til að bera boðskap samtakanna minna og hætti svo að vera félagi í samtökunum mínum, er ég að skaða samtökin, ekki sjálfa mig.

11. erfðavenjan :  Afstaða okkar út á við byggist fyrst og fremst á aðlöðun en ekki áróðri. Í fjölmiðlum ættum við ætíð að gæta nafnleyndar.

Bloggið er fjölmiðill. Ef ég er með áróður í nafni samtakanna minna skaða ég þau. Ef ég sýni gott fordæmi og er aðlaðandi í háttum og meðferð bata míns, er ég ekki að skaða samtökin. Ef þú vilt það sem ég hef, hafðu samband, ég skal segja þér hvernig ég fór að því að fá lausn.

12. erfðavenjan : Nafnleyndin er andlegur grundvöllur erfðavenja okkar og minnir okkur á að setja málefni og markmið ofar eigin hag. 

Svona túlka ég þetta persónulega fyrir mig. 


misnotkun á mat ...

ég er mjög hneyksluð núna ... þannig er mál með vexti að ég var að taka til í skápum (svo ég þurfi ekki að læra sko ... ) og í skápnum fyrir ofan ísskápinn fann ég : poka af kanilsnúðum, óopnaðan ... mönnunum mínum nefnilega finnast "svona" kanilsnúðar ekki góðir ... what the f$%@ kemur það málinu við ... þetta eru kanilsnúðar og þeim skal troða í sig ... með góðu eða illu ; næstum hálfan pringles bauk af skólakrítum ... búnar að vera þar síðan á öskudaginn ... hvað er að fólki??? ; rúmlega hálfan dall af haribo hlaupi ... sömuleiðis u.þ.b. ársgamlan ... er voða erfitt að skella í sig nokkrum lúkum af hlaupi??? ; þrjá ... já ÞRJÁ ... hálffulla brúsa af íssósu sem harðnar ... hvernig er það, hefur fólk aldrei heyrt um að setja slíkt út á seríós og inn í frysti í tíu mínútur ???? 

Þetta eru hlutir sem eru ofar mínum skilningi ... heldur fólk að þetta sé keypt til að "eiga" það ???

ég veit svosem ekki hvað ég geri í þessu máli, henti reyndar krítunum í ruslið, hitt fékk að lafa ... verður örugglega þarna eftir þrjú ár þegar ég tek næst til í einum skáp

ást og fiður

esg


þetta er hann Stubbur

055.jpg

 

 hann er orðinn táningur, ekki svona pínulítill eins og á myndinni

Stubbur er ekki alveg eins og aðrir kisar ...

  • Stubbur drekkur malt
  • Stubbur borðar melónu
  • Stubbur elskar jarðarberjaþykkmjólk
  • Stubbi finnst gaman að leika með lokið af sturtuniðurfallinu
  • Ef maður hendir bolta, sækir Stubbur hann og kemur með hann til baka
  • Nú er Stubbur sofandi til fóta hjá okkur en um sexleytið í fyrramálið mun hann væntanlega reyna að skríða í hlýtt hálsakot

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband