Færsluflokkur: Bloggar

loksins

fórum við og keyptum gardínur í svefnherbergið ... húrra !!! orðin pínu leið á borðdúkum, sængurverum og fleiru skemmtilegu fyrir glugganum, það er sko svona bambusgardína en þau sem bjuggu hér á undan mér sáu ekki ástæðu til að láta hana ná yfir opnanlega fagið líka, þannig að það er aldrei nema hálfdregið fyrir gluggann ... nú er þetta í höfn og gamli minn ætlar að henda þessu upp á morgun, svo er bara að falda og fínpússa !! farin að gera eitthvað af viti ... bless

afmælisdagur

já hann á afmæli ástmaður minn, fæddur 20.sept 1973 og er þess vegna tuttugogfimm í dag þessi elska ... ég vaknaði eeeeldsnemma og fór út í bakarí og keypti handa honum bakkelsi og vakti hann með undurfögrum afmælissöng ... verst að ég var með báðar hendur fullar og gat ekki spilað á gítarinn líka ... allavega þá fórum við svo og heimsóttum gamla settið á strikinu og fórum svo og keyptum okkur steik og ætlum að elda fínt í kvöld og hafa kósí ... en best að reyna að líta í bók, þarf líka að máta nýja fína snúningslakið sem ég var að fá !! ótrúlega spennandi lífið í breiðholtinu

prógrammmmmmmmm

elska prógrammið ... líður massa vel eftir að byrja að framkvæma !! er að fara að hlusta á spíker á eftir, en ekkinema ég verði búin að borða fyrst ... og ég er ekkert að vinna í því ... hobb hobb allir á lappir !

góður dagur

ruslaði mér í skólann og ætlaði varla að geta lært neitt því ég var svo mikið að vanda mig að sitja ekki með lappir í kross, sem sjúkraþjálfarinn er búinn að banna mér, fór svo í bankann og hitti kæra frænku og við spjölluðum lengi ... fór svo og sótti gömlu mína og við fórum á háddara ... þegar ég var búin að sitja svona mikið var ég algjörlega búin á því í grindinni og þurfti m.a.s. að senda húsbóndann út að sækja pokana í bílinn ! fékk nýja sponsíu og svo er ég bara búin að vera svolítið til friðs og frekar þæg og góð ... er í tölvubindindi og kveiki bara til að gera það allra helsta og nú ætla ég að prenta út glósur fyrir morgundaginn og slökkva svo ... góðar stundir

leiðindi

tóm leiðindi, amk hef ég ekkert skemmtilegt að skrifa um

næst á dagskrá

er að klára verkefni dagsins og fara svo í sturtu ... gerði afar dapra uppgötvun um helgina ... fór að vinna í gær, eina morgunvakt og það var eins og við manninn mælt að grindin mótmælti hástöfum, strax fyrir hádegi ... svo var ég að elda gúrmé kvöldmat áðan og stóð ca klukkutíma í eldhúsinu, er algjörlega frá eftir það ... mig minnir endilega að ég hafi verið komin amk 5-6 mán á leið með JJ þegar ég fór að finna svona fyrir þessu, þannig að ég er ferlega spæld yfir þessu :( ætla að hringja strax á morgun og panta tíma í sjúkraþjálfun og biðja svo lækninn um beiðni þegar ég fer í mæðraskoðun á fimmtudaginn ... annars erum við búin að vera í rólegheitum í dag, ég var að læra í morgun, fékk svo nýja sponsíu og karlinn var að horfa á fótbolta, ég var að reyna að fá hann til að útskýra fyrir mér hvað væri svona gaman við það, hvort hann fengi svona hlýtt í hjartað af gleði að horfa á fótbolta eða hvernig þetta lýsti sér eiginlega ... honum fannst ég bara skrítin og ekki ástæða til að reyna að útskýra þetta nánar ... já svo fannst honum ég aftur skrítin þegar ég ætlaði að fara að ryksuga eftir kvöldmatinn ... aldrei má maður ekki neitt segi ég nú bara ... jæja þetta er nú beira bullið í mér ... farin að baða mig ... ást&friður ... ps gráu joggingbuxurnar eru orðnar of litlar, kannski fara handklæðabuxurnar að syngja sitt síðasta líka ... eins og margir óska sér eflaust

ég hef ekkert að segja

og þá myndi ég halda að það væri best að þegja

föstudagur

... þreytt ... veit ekki eftir hvað, finnst ég ekki búin að gera neitt alla vikuna ... kannski er það bara af því ég er svona á mig komin ... hver veit ...

lýg engu um það að ...

... eftir algjört tyggjóbindindi síðan 3.október í fyrra, þegar þáverandi tilvonandi barnsfaðir minn og sambýlismaður var að tala við mig í símann og hélt ég væri að vaska upp, þvílíkar voru tuggurnar ... þá fór ég í sjoppuna í skólanum mínum í morgun og sagði hátt og snjallt, ég ætla að fá einn pakka af svörtum extra takk og svo fór ég í tíma og borðaði hann allann (tyggjópakkann, ekki tímann) ... þetta var dásamleg stund, fékk mér fyrst bara eitt stykki og alveg viss um að þannig yrði það, bara eitt á dag ... en nei svo var bara annað og annað og annað ... núna, fjórum klst seinna, er mér illt í hausnum, er á leiðinni á wc, það er frekar þungt loft í mínu nánasta umhverfi ... en ... i'm back in the gum business and lovin' it ...

jæja þá

komst loksins í skólann í dag, nokkurnveginn bötnuð af berklunum ... fór á fund í hádeginu, það er á dagskránni að fara á fund á hverjum degi meðan ég er að ná mér upp úr þessu rugli sem hefur verið í gangi í hausnum á mér ... til að eitthvað gerist, þarf maður að gera eitthvað og á meðan ég geri ekki neitt, gerist ekki neitt ... prógrammið mitt er framkvæmdaprógramm, ég varð aldrei full af því að lesa utan á bjórflösku og ekki varð ég feit af því að lesa utan á mars-stykki ... þessvegna gefur að skilja að ég verð ekki andlega heilbrigð af því að lesa aa bókina ein og sér ... ég þarf að gera eitthvað og ég er byrjuð að framkvæma, ekki nema sólarhringur síðan ég bað góða konu fyrir mig og það er bara eins og við manninn mælt að mér líður strax betur ... love it og nú ætla ég að fara að sofa, þó ég hafi lagt mig í dag, er bara svo sybbin og þreytt í dag ... byrjuð að fá verk í grindina og alveg ekki að fíla það :/

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband