Færsluflokkur: Bloggar

versta nótt lengi

ég sofnaði rétt um miðnætti, var ofsa þreytt ... um hálf fimm leytið vaknaði ég við eitthvað píp, svona vekjaraklukkupíp ... það var ekki í minni íbúð, ég leitaði um allt ... nema hvað, þetta píp hætti ekkert, pípti á nokkurra mínútna fresti og alltaf jafn hátt ... klukkan hálfsjö vaknaði svo unnusti minn við þetta (og bröltið í mér) og þá var ég orðin svo óheyrilega þreytt og ergileg yfir þessu að ég fór að hágráta með þvílíkum ekkasogum að manngreyið vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið ... ógeðslega var ég orðin pirruð á þessu ... um sjöleytið heyrði ég að konan á neðri hæðinni (sem ég var á þessum tímapunkti farin að hugsa þegjandi þörfina, upphátt og í hljóði) kom heim og slökkti á pípinu ... ég held hún beri út blöð og/eða vinni á nóttunni og hefur pípið greinilega verið aleitt heima ... ég náði svo að sofna í hálftíam og lagði mig svo þegar piltar voru farnir að heiman í morgun, svaf til tíu ... nú ætla ég að hella mér í lífeðlis og reyna um leið að ná úr mér hrollinum ... er nokkurn veginn viss um að ég sé að detta í hina reglubundnu prófaflensu mína ... haemophiluz influenzae profae ... vona samt að ég sé bara sybbin

skrípó

var ekki Frú Vigdís leikhússtjóri hér í denn ? það væri spurning um að fá hana til að leysa Davíð af, svo að farsinn í því húsi breytist í metnaðarfullt stykki ...

 

 


mbl.is „ Særandi að vera sakaður um glannalegar athafnir “
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mig langar svo

að gera eitthvað annað en að læra, það er próf á fimmtudaginn og ég þarf að sitja við hverja stund, sem er að reynast mér erfitt sökum leti og rass-særis ... eða sko þetta er meira svona andlegt rass-særi sem lýsir sér í því að ég vil frekar liggja en sitja ... og ef ég ligg, sofna ég og ef ég sofna þá auðvitað læri ég ekkert ...

unnusti minn spurði mig í gær ... hvað eigum við svo að skíra ? ... nú? auðvitað þessu fallega tvínefni sem við vorum búin að ákveða ... ha? vorum við búin að ákveða það? þetta hef ég aldrei heyrt ! ... við vorum búin að ákveða fyrra nafnið en vorum eitthvað að vesenast með það seinna, en ég er alveg föst á því að við höfum verið búin að ræða það, það sé klappað og klárt og í huga mínum fullkomið nafn ... nei nei þá kom karlinn alveg af fjöllum þannig að ég hef sennilega verið að búa þetta allt til í hausnum á mér (man reyndar mjög skýrt eftir samtalinu þegar við ákváðum það en ég virðist vera ein til frásagnar) en við erum alveg sammála um nafnið ... ætlum að halda því fyrir okkur þar til barnið er fætt og búið að máta við það nafnið ... ég minnist þess að þegar ég var að byrja að fá hríðir við síðustu fæðingu var ég allt í einu alveg handviss að bæði nöfnin sem við vorum búin að velja (vissum ekki kynið) væru algjörlega ómöguleg og ekki hæf fyrir nokkuð barn að bera svo ég sat með nafnabókina og vaggaði mér í hríðunum ... eflaust mjög skondin sjón ! en svo var primero auðvitað algjörlega fullkominn Jóhann Jökull þegar á hólminn var komið, gáfum okkur reyndar tvo daga til að máta og tilkynntum svo ...

við notum ekki nafnið þegar við tölum um bumbukrílið, það eru nokkrar ástæður fyrir því ... í fyrsta lagi væri frekar trist að kalla barnið þessu nafni og svo kemur ekki það kyn sem áætlað er ... hvað svo ef nafnið passar bara alls ekki við karakterinn sem við fáum í hendurnar og við finnum það strax? ... svo er það mín tilfinning að ef eitthvað skyldi nú koma uppá og meðgangan ekki ganga upp, þá er örugglega erfiðara að vera búinn að persónugera krílið of mikið ... ég er alls ekki að reikna með neinu slíku, en mér finnst þetta raunsætt og hentar mér, hef ekki eina skoðun á því hvernig annað fólk hagar sínum málum þegar kemur að þessu ... 

en núna er ég uppiskroppa með afsakanir fyrir því að fresta lærdómi ... nema jú ég á eftir að borða morgunmat ... svo ég ætla að renna mér í lífeðlisfræðina ... ég kveð að sinni


hættu nú alveg

hefur mbl ekkert annað að gera en að hæðast að ógæfu fólks? mér finnst atvik af þessu tagi ekki fréttnæmt, í versta falli sorglegt
mbl.is Gekk örna sinna í runna á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kvöldmatur

ég er búin með forréttinn, salatið og ávöxtinn og er núna að bíða eftir kanilsoyafetakímbrauðinu mínu sem er í ofninum, ég vil hafa það krispí svo ég hef það rétt tæplega of lengi og borða það svo með Hunt's pizzasósu, nammmmmmm ... svo fékk ég að kaupa eina PMax af því að það er sunnudagur. Unnusti minn og einkasonur eru að öðru leyti búnir að fara fram á að ég hætti að drekka PMax, þeim er alveg sama um mig, er bara umhugað um tilvonandi dóttur og systur, halda að hún verði of lík mömmu sinni ef hún fær of mikið PMax ... það er nú ekki leiðum að líkjast segi ég nú bara og hananú !!! Ég er búin að lesa örveru&sýklafræði núna í nokkra sólarhringa og er nokkru nær, veit ekkert hvort ég er nógu nær til að ná prófinu en það er algjört seinni tíma vandamál ... ég er ekki stressuð fyrir þessi próf, þau munu koma og fara hvernig sem mér líður og þess vegna reyni ég bara að leggja mig alla fram að læra efnið, fleira er ekki í mínu valdi ... en nú finnst mér á ilminum að það sé annaðhvort að taka brauðið úr ofninum eða ná í slökkvitækið ... verði mér að góðu

hmmm

nei elskan við eigum engar myndir af þér fyrsta hálfa árið ... það var þegar við seldum þig manstu?? vonandi fást góðir foreldrar fyrir þetta blessaða barn, ekki fólk sem kaupir eða selur börn
mbl.is Móðir sem seldi barnið sitt vill fá það til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

25 vikur

002_738119.jpg

 001_738116.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hef ekkert að segja merkilegt, svo ég monta mig bara í staðinn Halo


mér finnst ...

... gott að það skuli ekki skipta neinu fyrir stöðu heimsmála hvað mér finnst

eins gott ég er ekki single í þessu söfnuði

því ég hefði auðvitað ekki þorað öðru en að hlýða prestinum og fá mér súkkulaðiköku !!

annars er ég alveg sammála honum, mér finnst að kynlíf eigi að stunda eins og hægt er, því að það er óskaplega erfitt að eiga leyndarmál gagnvart manneskju sem maður er nakinn með ... ég þekki góð hjón sem hafa það fyrir sið að fara saman í sturtu þegar ræða þarf mikilvæg málefni ... engar varnir, bara algjör nánd ...  svo þekki ég önnur hjón sem aldrei stunda kynlíf nema biðja saman fyrst, þau eru mikið guðsfólk, en eiga bæði að baki erfiða reynslu hvað varðar misnotkun og fleira, en geta losnað undan oki þess með bænum og hleypt fegurðinni inn í kynlífið sitt ... 


mbl.is Stundið meira kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband