Færsluflokkur: Bloggar

working girl II

sko um daginn var ég að horfa á friends og þar voru rachel og phoebe að versla með einhverri kærustu joey og hún sagði hvar finn ég eitthvað með herðapúðum og hinar svöruðu á melanie griffith í working girl ... þá datt mér í hug hmm langt síðan ég hef séð working girl ... svo var ég með þessa stórskemmtilegu færslu gærdagsins titlaða working girl og viti menn þegar ég settist fyrir framan imbann eftir kvöldmatinn var working girl í sjónvarpinu svo ég horfði auðvitað á hana ... þessvegna gat þessi færsla auðvitað ekki heitið annað en einmitt ... working girl ... en talandi um sjónvarp þá gerði sambýlismaðurinn minn byltingu og gekk inn í eitthvað gervihnattafélag hér í blokkinni og nú erum við með skrilljón stöðvar ... erum búin að loka fyrir klám og gay chat live tv rásirnar en gleymdum að loka fyrir movies for men eitt og tvö ... vorum svo eitthvað að skoða þetta um daginn og þá voru það ekki stöðvar eins og okkur dónalega þenkjandi datt í hug ... heldur eru movies for men með kúrekamyndir og annað fínerí ... annars horfi ég bara á bringing home baby og græt yfir extreme makeover home edition ... nema hvað ... og að lokum þá ætla ég að segja ykkur að maðurinn minn er frekar spældur yfir því hvað allir hrósa mér fyrir að vera dugleg ... enginn minnist einu orði á hvað hann er duglegur að elda ... læt það í ykkar hendur

working girl

ég sem fer alltaf að sofa klukkan tíu ... fór út í gær að beiðni miðbróður ... fór að selja geisladiska í hléinu á frábærum jazztónleikum og fór svo á nasa að selja miða á aðra frábæra jazztónleika ... sem ég gat reyndar ekki hlustað á sjálf því að ég varð að fara heim að sofa enda klukkan orðin miðnætti þegar verki lauk ... ekki nóg með það heldur spratt ég svo upp í morgun og tók eitt stykki vakt á bjé tveimur ... ansi skemmtilegt bara ... en ég var líka obbosslega sybbin þegar ég kom heim og varð að leggja mig og minn eigin maður sá um matseldina og bar ábyrgð á því að barnaskarinn (sko Jóhann) sylti ekki heilu hungri ... svo er ég bara búin að vera að læra í allt kvöld og sponsa og eitthvað voða gaman bara ... nú er líka kominn tími til að rusla sér í bælið, enda skóli á morgun ... ekkert slegið af ... meira síðar

ég er örugglega ekki femínisti ...

veit ekki einu sinni hvort það er skrifað með í eða i ... allavega, þá finnst mér að þær konur sem geta verið heima hjá börnunum sínum vera mjög lánsamar, æska barnanna okkar er svo dýrmæt og það er svo margt þarna úti til að glepja þau að ég er fylgjandi  því að heimilið sé griðastaður fjölskyldunnar, mér finnst óskaplegt til þess að vita þegar báðir foreldrar vinna langan vinnudag og svo er það eina sem þeim dettur í hug að gera um helgar að fara í bónus,rúmfatalagerinn og ikea með alla familíuna, skilja svo ekkert í því afhverju börnin eru tjúlluð í þessum verslunarferðum ... mér finnst reyndar líka alveg nóg að búðir séu opnar til sex og lokaðar um helgar ... það dugði mömmu minni í denn, m.a.s. þó hún ynni úti ... hún vann hálfan daginn á móti annarri konu, mamma vann á morgnana og þegar hún fór í vinnuna fór ég í pössun til konunnar sem vann á móti henni, eftir skóla kom svo sonur hennar heim með mér og mamma passaði hann þar til mamma hans var búin að vinna, við vorum saman í bekk, svo þetta smellpassaði allt ... ég myndi gjarnan vilja vera heima með haug af börnum og njóta samvista við þau, hafa allt hreint og fínt og vera búin að elda þegar karlinn kemur heim úr vinnunni ... það þýðir ekki að ég sé undirgefin eiginkona eða heimsk ... ég er að mennta mig og hef unnið úti síðan ég var unglingur ... en eins og áður segir myndi mitt draumaland vera þannig að við minnkuðum hraða lífsins um nokkur stig, værum meira saman og hlúðum betur hvort að öðru ... hver veit, kannski yrðu færri börn og unglingar eiturlyfjum að bráð og kannski þyrftu færri börn rítalín og færri fullorðnir geðlyf, e.t.v. væru færri skilnaðir, sjálfsmorð og gjaldþrot ef við myndum ekki spenna alla boga í botn ... pældu aðeins í því ...

tólf

vikur í dag, já ég veit, ég er lööööngu búin að segja öllum, var líka aðeins að misreikna mig þarna fyrst ehe ... en ég var reyndar búin að gera það upp fyrir mig áður en ég varð ófrísk, að mér finnst ekkert atriði að bíða með að segja frá, ef eitthvað kemur uppá, gerist það alveg jafn mikið og er alveg jafn sárt hvort sem einhver veit af óléttunni eða ekki ... það er amk mín skoðun og á við mig sjálfa, ég veit ekki hvað er öðrum fyrir bestu og hef enga skoðun á því sem aðrir gera í sínum málum ... eníhú, gaman í skólanum, bæði hjá mér og drengnum, nóg að gera og bara ótrúlega spennandi efni og gaman að finna að það hefur byggst smá grunnur á fyrsta árinu ... fór með JJ til augnlæknis í gær, hann fékk gleraugu í janúar og síðan þá (á átta mánuðum) hefur sjónin hans versnað um 0,75 báðum megin, sem skv. augnlækningum er mjög mikið ... þannig að hann fær ný gleraugu á morgun og hlakkar mikið til, enda orðinn píreygur ... ég ætla að nota gleraugnaferðina í kringluna til að kíkja hvort ég fæ einhverja leppa utan á kroppinn á mér ... það þrengist áfram ... annað er í jafnvægi og ekki undan neinu að kvarta ... unz síðar

í morgun

var lokið af niðurfallinu í sturtunni undir rúmi ... sonur minn var í pirringskasti yfir að fá ekki að fara í nintendo eftir morgunmat (já hann jafnaði sig sem betur fer á rugli gærdagsins) og maðurinn minn ýtti mér bókstaflega út úr dyrunum, eftir að afþakka að ég spilaði fyrir hann valin lög á gítarinn ... ég hafði aftur á móti vaknað 25 mín á undan klukkunni og var í rífandi stemningu ...

heimili versnandi fer ...

... hér er allt á niðurleið eins og síðastliðna daga, drengurinn vaknar eitursprækur á morgnana til að fara í skólann, rétt stingur inn nefinu eftir skóla til að droppa skólatöskunni og pissa og er svo farinn út að leika sér ... já ÚT að leika sér ... kom heim að ganga níu í kvöld ... á meðan stóð ónotuð playstation,sjónvarp&dvd og heimilistölva ... við erum alveg í öngum okkar gömlu hjónin og getum vart á okkur heilum tekið ... við verðum bara að vona að þetta batni þegar lengra líður á haustið, þetta er amk ekki ástand sem við getum sætt okkur við, ég ætla rétt að vona að krakkinn taki ekki upp á því að biðja um að fara að æfa íþróttir eða annan eins viðbjóð ...

jessbiddí jessbiddí jessbiddí jess

náði lífeðlisfræðinni ... hélt upp á það með að kaupa 20þús króna virði af skólabókum ... læra læra læra

laaaangur dagur

við erum að velta því fyrir okkur gömlu hjónin hvar við höfum farið útaf sporinu í uppeldi frumburðarins ... þannig er nefnilega mál með vexti að hann er búinn að iða af spenningi í nokkra daga yfir að byrja í skólanum og það tók endanlega steininn úr í morgun þegar hann var sestur á rúmstokkinn hjá mér klukkan sex (já 06:00) , sagðist vera löngu vaknaður og ekki viðlit að sofna aftur, hann væri svo spenntur ... ég tek fram að barnið er að byrja í sjötta bekk, það er ekki eins og hann sé í einhverju "ignorance is bliss" sex ára dæmi ... heldur er hann ellefu ára ... við reyndum að klóra í bakkann og senda hann með eldspýtur og dúkahníf í skólann, en allt kom fyrir ekki, geislabaugur og bros út að eyrum skyldi það vera ... ekki batnaði þetta þegar heim var komið "hvernig var í skólanum elskan?" "bara rosalega gaman" ... ég er hálf miður mín eftir þennan dag, en er nú svona að vona að þetta rjátlist af honum, annars veit ég ekki hvað ég geri ... unz síðar, reynið að vera til friðs

ekki meira prump

í bili að minnsta kosti ...

hér er allt komið í ró, enda veitir ekki af að sofa vel þar sem það er skóli á morgun, 8:15 hjá mér og 8:20 hjá piltinum, ég er frekar slök en drengurinn var að fara á límingunum af spenningi ... ég bað hann vinsamlega að láta það ekki fréttast að hann væri spenntur að byrja í skólanum, maður þarf nú að halda kúlinu eða hvað??

ég þarf að vakna snemma til að fá mér hinar lögbundnu pönnsur og latté áður en ég legg í hann ... það ætti að vera lítið mál ... þegar ég var að byrja í fráhaldi vaknaði ég klukkutíma fyrr en vanalega bara til að búa til guðdómlegan morgunmat, svona var fúsleikinn mikill,  ég skyldi hafa þetta af og var tilbúin að leggja ýmislegt á mig til þess, ég hékk inni á fúsleika og ótta lengi vel, stabilitet og samviskusemi hafði ekkert með þetta að gera, svo komst fráhaldið í vana og í dag þekki ég ekki annað.

að lokum ... tvær setningar sem ofæta myndi aldrei láta út úr sér ... 

"jú ég held það sé til ís í frystinum, líterinn sem við keyptum fyrir hálfum mánuði"

"einu sinni fékk ég súra kókómjólk í skólanum, hef ekki getað drukkið hana síðan"

allavega ekki þessi ofæta  


matarsódi

svona svo ég stafi þetta nú ofan í ykkur kæru vinkonur þá meina ég að ef ég nota ekki matarsóda í pönnsuna á morgnana þá prumpa ég ekki allan daginn ... clear enough??
annars er það að frétta að ég grét að sjálfsögðu yfir silfrinu, semsagt allt gengur sinn vanagang, ekki vindgang

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband